Áskriftarsamningur að Gagnaveitu Suðurlands
Samningsaðilar
Samningsaðilar, xxxx ehf kt. xxxxx hér eftir nefndur leigutaki, og Gagnaveita Suðurlands kt. 520911-1620 hér eftir nefnt GVS, gera með sér eftirfarandi samning:
Markmið samnings
Leigutaki og GVS gera með sér samkomulag um að GVS sjái um leigja leigutaka aðgang að Interneti í gegnum örbylgjukerfi sitt.
Hlunnindi
- Innifalið í samningi þessum er tenging við örbylgjukerfi GVS.
- Innifalið í samningi þessum er xx gb erlend niðurhal af gögnum og er umfram magn gjaldfært um hver mánaðarmót. Gjaldfært er frá 25. líðandi mánaðar til 25. gjaldfærslumánaðar.
- Verð umframmagns ræðst af gjaldskrá GVS hverju sinni og er við undirskrift 550kr mvsk fyrir hver byrjuð 5GB
- Ef samningur er gerður um ótakmarkað niðurhal er öll netnotkun ómæld.
- Örbylgjutenging Gagnaveitu Suðurlands ehf. nefnist Loftljósið®, Það er tenging á lokuðu tíðnissviði sem veitir 40Mb/s niðurhalshraða, og upphalshraða 20Mb/s.
- Ljósleiðaratengingar Gagnaveitu Suðurlands ehf. nefnast Jarðljósið og fara um ljósleiðara í eigu annarra, þar er gagnahraði 500Mb/s og sumstaðar 1000mb/s.
Umfang
- Haga skal notkun í samræmi við góða siði og umgengnisreglur sem almennt eru viðurkenndar á Internetinu.
- Óheimilt er að nota aðgang annarra. Þar með talið er óheimilt að lána óviðkomandi aðgangsorð eða aðrar upplýsingar til tenginga, reyna að komast yfir aðgangs- og lykilorð annarra eða nota á annan hátt gögn eða samskipti sem tilheyra öðrum.
- Óheimilt er að nota aðganginn til að að brjótast eða að reyna að brjótast inn í tölvukerfi eða tölvunet annarra eða til að valda tjóni á búnaði eða gögnum. GVS ber ekki ábyrgð á því tjóni sem slíkt kann að valda.
- Óheimilt er að trufla samskipti eða valda óeðlilegu álagi á tengingum annarra.
- Óheimilt er að villa á sér heimildir í samskiptum til dæmis á spjallrásum, þegar sendur er tölvupóstur eða á annan hátt.
- Óheimilt er að nota aðganginn til að dreifa tölvuveirum eða öðru sem kann að valda skaða hjá viðtakanda.
- Óheimilt er að birta efni á heimasíðum sem ekki er í samræmi við lög og reglur eða almennt velsæmi. Þar með talið er efni sem er ærumeiðandi.
- GVS áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum tölvupóst með tilkynningum er varða þjónustu í samningi þessum.
- GVS áskilur sér rétt til að ákvarða hvort tiltekin samskipti teljast brjóta í bága við þessar reglur.
Staðsetning
- Áskriftarsamningur þessi gildir fyrir eina örbylgjutengingu í 6 mánuði . Um er að ræða tengingu með einni IP tölu inn á eitt port (Switchport) GVS.
- Þjónustutími er frá 09:00 17:00 alla virka daga. Sé óskað eftir þjónustu utan þess er varðar uppitíma búnaðar/kerfa er greitt fyrir það sérstaklega.
- Engin þjónusta við leigutaka er innifalin í samningi þessum utan það sem talið er upp í honum. Greiða verður fyrir alla slíka þjónustu skv. verðskrá GVS eða skv. öðrum þeim samningum sem í gildi eru á milli aðila.
- GVS ber á engan hátt ábyrgð á tjóni sem kann að stafa af nokun tengingar við Internetið eða vegna sambandsleysis við það.
- GVS ber ekki ábyrgð á gögnum sem kunna að tapast eða skemmast sem geymd eru á búnaði GVS.
- GVS ber ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili veldur.
- Upplýsingar sem starfsmenn GVS kynnu að öðlast við þjónustu hjá leigutaka skal virða sem trúnaðarmál. Ákvæði þessarar greinar gilda áfram þótt samningi sé rift.
Viðbragðstími
- Þjónustubeiðnum vegna samnings þessa skal GVS bregðast við eins fljótt og mögulegt er frá möttöku beiðninnar. Allar þjónustubeiðnir vegna samnings þessa skal skrá.
- Þjónustubeiðnir skulu ávallt berast í gegnum þjónustuborð GVS í síma
546-0400 eða á netfangið gagnaveitan@gagnaveitan.is
Fjármál
- Mánaðarlegt leigugjald er, sjá verðskrá.
- Leigugjöld greiðast fyrirfram. Leigugjöld eru innheimt með greiðsluseðlum.
- Mánaðarlegt leigugjald inniheldur 24% virðisaukaskatt.
- Leigugjöld fást ekki endurgreidd.
- Með undirskrift umsóknar um aðgang að Internetþjónustu GVS samþykkir áskrifandi áskriftarskilmála þessa. Greiðsla áskrifanda á áskriftargjaldi jafngildir undirskrift.
- GVS mun taka alvarlega á agabrotum og áskilur sér rétt til fyrirvaralausrar lokunar hjá notendum sem verða uppvísir af brotum eða ósæmilegri hegðum á netinu.
- GVS getur breytt gjaldskrá fyrir áskrift og öðrum áskriftarskilmálum með eins mánaðar fyrirvara.
- Breytingar eru tilkynntar með tölvupósti.
- Stofngjöld fyrir örbylgjutenginu eru 29.900,- kr.
Uppsagnarákvæði, gildistími og varnarþing
Við uppsögn á áskrift þarf leigutaki að skila búnaði, loftneti, endabúnaði og beini (router).
Rísi ágreiningur út af samningi þessum, skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.
- Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með mánaðar fyrirvara, eftir að 6 mánaða upphafssamningstíma er náð, nema annar aðili geri sig sekan um verulegar vanefndir á samningnum. Uppsögn skal berast skriflega og miðast hún við mánaðarmót.
- Samningur þessi tekur gildi við undirskrift og gildir meðan honum er ekki rift skv. framangreindu ákvæði.
- GVS er ekki skaðabótarskylt vegna tjóns sem eigandi verður fyrir vegna þjónustustoppa á internetsambandi.
- Hvorugur aðili getur án skriflegs leyfis hins, afhent eða framselt réttindi sín og skyldur, samkvæmt samningi þessum, í hendur þriðja aðila.
- Hvorki GVS né leigutaki verða krafðir um bætur vegna samningsins ef óviðráðanleg atvik (Force Majure) , svo sem verkföll, náttúruhamfarir, eldsvoði eða annað þess háttar koma í veg fyrir efndir samningsins.
- Rísi ágreiningur út af samningi þessum, skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.