Þjónusta

Markmið Gagnaveitunnar er að veita einstaklingum og fyrirtækjum hágæða internetþjónustu í dreifbýli.

Það er fátt mikilvægara fyrir fyrirtæki en að hafa gott og stöðugt internet til að standa betur að vígi í harðri samkeppni. Gagnaveitan býður upp á margvíslegar lausnir sem henta mismunandi stærðum af fyrirtækjum.

Hjá Gagnaveitunni færðu internet tengingu með bestu mögulegu tækni. Við nýtum okkur OFDM tæknina til að dreifa internetinu um okkar þjónustusvæði. Einnig bjóðum við nettengingar yfir ljósleiðara eða 5G þar sem það er til staðar og telst hagkvæmara.

Búnaðurinn sem er notaður við Loftljósið®,  er nánast allur á eigin frátekinni tíðni sem er úthlutað af Fjarskiptastofu.  Þetta gerir það að verkum að hægt er að treysta því að truflanir verða ekki af völdum annarra þjónustuaðila.

Kerfið er einnig samhæft með samhæfingartíma frá GPS  sem gerir kerfið afkastameira og gangvissara.  Gagnaveitan leggur áherslu á uppitíma og jákvæða upplifun notanda höfum við því kappkostað við að byggja kerfið upp með bestu mögulegu tækni. Það er sama hvernig tengingu þú þarft, við getum fundið lausnina sem hentar þér.

Uppsetning

Starfsmenn Gagnaveitunnar koma á staðinn (heimili eða fyrirtæki) með búnaðinn og setja hann upp fyrir þig. Við stillum af netbeininn svo þú getir nýtt þér þráðlaust samband um allt hús.

Verð

Hringdu í okkur í síma 546-0400 og fáðu upplýsingar um þær leiðir sem eru í boði.
Þjónustusíminn er opinn alla virka daga milli 9-17.

Gagnaveitan ehf.  er með OFDM þjónustu sína út frá tengistöðum:

Borgarfjörður:

Frá Borgarnesi, Þjóðólfsholti og Stafholtsveggjum

Reykjanes:

Vatnsleysuströnd og Vogar

Kálfatjörn

Suðurland:

Hurðarbak í Flóa

Tóftir

Flóaskóli

Langholtsfjall

Háafjall

Seyðishólar

Torfastaðaheiði

Krosshóll

Lúnansholti

Úthlíð

Selfoss

 

Við veitum þjónustu um allt land, ef nettenging um GSM er það eina sem er í boði getum við boðið slíkar tengingar, þá með sértækum búnaði fyrir fasttengingar um GSM net.

Internetið á ekki að vera vandamál – það á að virka!