Úrbætur í fjarskiptamálum á Vatnsleysuströnd og Hvassahrauni voru til umræðu hjá bæjarráði Voga á dögunum. Á minnisblaði bæjarstjóra var lagt til að Sveitarfélagið Vogar geri samstarfssamning við Gagnaveitu Suðurlands um uppsetningu fjarskiptabúnaðar sem er til þess fallinn að bæta netsamband í dreifbýli sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku að gera samstarfssamning við Gagnaveitu Suðurlands um uppsetningu útsendingabúnaðar netmerkis fyrir dreifbýli sveitarfélagsins.